Vísindadagar í FAS

26.okt.2022

Í morgun hófust svokallaðir vísindadagar í FAS en þá eru námsbækurnar lagðar til hliðar það sem eftir er vikunnar og nemendur fást við annars konar verkefni. Þeir kynnast um leið vísindalegum vinnubrögðum þar sem þarf að afla gagna, vinna úr upplýsingum og setja fram gögn á skýran og skilmerkilegan máta.

Að þessu sinni eru fjórir hópar starfandi og eru þeir allir að skoða nærumhverfið. Einn hópur er að skoða atvinnuhætti í sveitarfélaginu, annar hópur er að skoða hvernig menning hefur þróast, þriðji hópurinn skoðar munnmælasögur tengdar sveitarfélaginu og fjórði og síðasti hópurinn er að skoða þau hús á Höfn sem bæði hafa götuheiti og einnig sérheiti. Heimildir eru bæði munnlegar og ritaðar og það er gaman að geta nýtt sér fróðleik eldri Hornfirðinga í vinnu sem þessari. Á meðfylgjandi mynd eru Guðný Svararsdóttir og Kristbjörg Guðmundsdóttir að aðstoða nemendur við að finna sérnöfn á húsum á Höfn.

Í dag og á morgun felst vinnan í því að afla upplýsinga og eins að ákveða framsetningu gagnanna. Á föstudag munu hóparnir síðan kynna vinnuna sína og verður sú kynning á Nýtorgi og hefst klukkan 12. Þar er foreldrum og eldri borgurum sérstaklega boðið og verður boðið upp á súpu og brauð. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...